Myndir úr U18 ferð.

Þormóður Þormóðsson, öðru nafni Ommi, er tækjastjóri U18 liðsins sem nú er í Tyrklandi. Ommi er íshokkí alls ekki ókunnur enda maðurinn alið upp tvo drengi sem spila íshokkí og báðir verið í hinum ýmsu landsliðum Íslands. Sér til halds og traust hafði Ommi eiginkonuna, hana Kollu með, þannig að ekkert á að geta klikkað í þessari ferð. Ommi tók líka myndavélina með og undir tenglinum "Myndir úr starfinu" má sjá landsliðsmenn okkar við hina ýmsu iðju. Við vonum bara að Ommi haldi áfram að taka og þá mun myndunum þarna fjölga jafnt og þétt. Vinsælasta myndin þessa stundina er að sjálfsögðu myndin af hinum mikla kvennaljóma Tómasi Tjörva en hún var ekki búin að vera lengi uppi þegar sá sem þetta skrifar fékk hringingu.

HH