Leikur kvöldsins.

Í kvöld leika á Akureyri SA Jötnar og Björninn í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er þriðji leikur liðanna á tímabilinu enn fyrri leikina tvö vann Björninn, annarsvegar 5 – 6 og hinsvegar 8 – 2.

Bjarnarmenn munu mæta með sterkt lið í snjóinn fyrir norðan en ekki ólíklegt að mótstaðan verði öllu meiri en í síðasta leik. Yngri leikmenn Jötna fengu þá frí en nú mæta þeir allir ferskir til leiks.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH