Leikur helgarinnar.

Á morgun laugardag leiða saman hesta sína í meistaraflokki karla lið Skautafélagas Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur. Leikurinn fer fram á svellinu á Akureyri og hefst klukkan 18.00 Bæði liðin virðast koma vel undan sumri og norðanmenn komu mörgum á óvart þegar þeir unnu Bjarnarmenn næsta auðveldlega 1 -6 í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Egilshöllinni. SR-ingar virðast líka vera í feiknarformi og þrátt fyrir að hafa misst tvo tékkneska leikmenn frá síðasta vetri er liðið að spila fínt hokkí. Einn af þeim leikmönnum sem hefur verið að sýna góða spretti með SR er Arnþór Bjarnason en hann lék á árum áður með SA. Hægt er að lofa spennandi leik enda fara hér liðin sem kepptu í úrslitum á síðasta tímabili. Það er því ástæða til að hvetja norðanmenn og aðra sem staddir verða á Akureyri á morgun til að fjölmenna á leikinn og láta vel í sér heyra.

Einsog flestir hafa tekið eftir gengur innleiðing úrslitakerfisins frekar erfiðlega. Við erum samt á fullu að vinna í málinu og vonumst til að bein útsending verði á netinu frá leiknum. Meira um það síðar.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH