Leikir helgarinnar.

Um helgina eru tveir leikir í 2. flokki karla og leiða þar saman hesta sína Skautafélag Akureyriar og Skautafélag Reykjavíkur. Fyrri leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 22.00 en sá síðari er á morgun laugardag og hefst klukkan 18.00. Keppnin í 2. flokki er enn jöfn og spennandi og  allt getur gerst. Leikirnir í þeim flokki þykja líka oft ekki síðri en leikir í meistaraflokki enda er hraðinn og ákafinn þar síst minni.

HH