Leikir helgarinnar.

Það hefðu sjálfsagt ekki margir haft trú á því að eftir tæpar 45 mínútur í leik Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins að sunnanmenn yrðu komnir sex mörkum yfir en sú var eimitt raunin. Eftir fyrsta hluta voru Bjarnarmenn komnir í 0 - 2 og voru þar að verki Sergei Zak og Gunnar Guðmundsson en í bæði skiptin var það Birgir Hansen sem var með stoðsendinguna (skot á mark 8 - 9). Í næsta þriðjung héldu Bjarnarmenn áfram uppteknum hætti nema nú bættu þeir við þremur mörkum og staða norðanmanna orðin erfið enda þeir komnir fimm mörkum undir. Í þessum hluta voru það Daði Örn Heimisson, sem setti tvö mörk, og Kolbeinn Sveinbjarnarson sem bætti því þriðja við (skot á mark 13 -11). Eftir fjóra mínútur í þriðja leikhluta bætti svo Vilhelm Bjarnason við marki fyrir gestina og staðan orðin virkilega vænleg fyrir þá. Rétt einsog í síðasta leik vöknuðu SA-menn upp í síðasta leikhlutanum og á ellefu mínútum náðu þeir að skora fjögur mörk (skot á mark 6 -3). En allt kom fyrir ekki, Sigurinn var Bjarnarmanna og það verðskuldaður. Heldur týndu þó Bjarnamenn tölunni þegar leið á leikinn og gæti það reynst þeim dýrt í næsta leik.

Mörk/stoðsendingar SA:

Jón Gíslason 2/0
Elvar Jónsteinsson 1/1
Tomas Fiala 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/3
Birkir Árnason 0/2
Björn Már Jakobsson 0/1
Sigurður Árnason 0/1

Brottrekstrar SA: 20 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn.

Daði Örn Heimisson 2/0
Gunnar Guðmundsson 1/1
Sergei Zak 1/1
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0
Vilhelm Bjarnason 1/0
Birgir Hansen 0/2
Kópur Guðjónsson 0/1

Brottrekstrar Björninn: 152 mín.

Eftir þennan leik léku sömu lið í 3. flokki og endaði hann 6 - 3 SA-strákum í vil.

HH