Íslandsmeistarar 2008.

Í gærkvöld fór fram formleg afhending á Íslandsmeistaratitlinum í íshokkí 2008 í meistaraflokki karla. Eins og sjálfsagt flestir vita voru það liðsmenn Skautafélags Akureyrar sem höfðu sigur að þessu sinni. Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrúnu Björk Jakobsdóttir, ásamt styrktaraðilum og öðrum velunnurum félagsins voru viðstaddir afhendinguna sem þótti takast með ágætum. Við óskum íslandsmeisturum SA til hamingju með titilinn.

Myndina tók Ásgrímur Ágústsson (Ási Ljós)

HH