Ísland beið lægri hlut gegn S.Kóreu eftir framlengingu og vítaskot

Íslenska liðið fær eitt stig af þremur mögulegum eftir að hafa lotið lægri hlut í vítaskotskeppni fyrir liði S.Kóreu. Stúlkurnar okkar háðu mikla baráttu fram á síðustu sekúndu leiksins en dugði ekki til.

Enn jafnt í lok leiksins og framlenging 5 mínútur með gullmarki. Ekkert mark var skorað og því næst vítaskotskeppni.

1-1 í lok annars leikhluta, Anna Sonja Ágústsdóttir átti mark íslenska liðsins með stoðsendingu frá Söruh Smiley, eftir harða hríð að kóreanska markinu. Kóreuliðið náði að skora á fyrstu mínútum en leikurinn var að öðru leyti nokkuð jafn, frekar að okkar stúlkur hefðu yfirhöndina. Hvorugt liðið náði að nýta sér liðsmuninn þegar manni fleiri og Karitas stóð fyrir sínu í markinu sem fyrr. Þriðji leikhluti er hafinn og Kóreuliðið hefur sótt meira og átt hættuleg skot á markið. Eitt af því var að rata í markið en var ekki dæmt gilt. Sama gerðist okkar megin, við skorðuum en markið var dæmt af vegna rangstöðu leikmanns, ótrúlega svekkjandi.


Staðan er 0-0 eftir fyrsta leikhluta. Okkar stelpur mættu mjög ákveðnar inn á svellið, greinilega ákveðnar að hlífa hinum smáu og knáu stúlkum í kóreuliðinu ekkert. Við áttum nokkur góð færi og mjög hættuleg skot á markið en kóreanski markmaðurinn er greinilega mjög góður. Okkar kona í markinu er líka í ham þessa dagana og varði einnig vel, sérstaklega eitt mjög hættulegt skot. Leikur okkar liðs er allur yfirvegaðri samanborið við leikinn í gær gegn Belgum og ef þær halda áfram eins og þetta eiga þær góða von um sigur.

Þá er leikur landsliðs kvenna nr. 2 á HM IIb í S.Kóreu að hefjast. Kórea teflir fram ungu og sterku liði og verður baráttan hörð hjá okkar konum. Þær eru þó vel stemmdar og tilbúnar að takast á við áskorunina. Kóreuliðið lék sinn fyrsta leik í gærkvöld á formlegum opnunarleik keppninnar og fór með sigur af hólmi gegn liði Suður Afríku 10-2 fyrir framan hundruði áhorfenda í mikilli stemningu.