Ísland - Króatía.

Leik Íslands og Króata á heimsmeistaramótinu í Rúmeníu er lokið. Leiknum lauk með sigri Króata sem skoruðu þrjú mörk gegn engu marki íslenska liðsins. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 1 - 0 Króötum í vil. Tvisvar í leikhlutanum hefur íslenska liðið leikið með tvo leikmenn í refsiboxinu en í bæði skiptin náð að halda jöfnu. Í öðrum leikhluta náðu Króatar að bæta við tveimur mörkum. Í síðasta leikhlutanum náði íslenska liðið að halda jöfnu og endaði því leikurinn einsog áður sagði 3 - 0 Króötum í vil. Maður leiksins í liði íslenska liðsins var valin Karitas Sif Halldórsdóttir.