Íshokkímenn ársins.

Stjórn ÍHÍ kom saman til fundar í vikunni og valdi íshokkímann og konu ársins. Íshokkíhokkíkona ársins var valin Hanna Rut Heimisdóttir en íshokkímaður ársins var valinn Emil Alengard. Þau, eða fulltrúar þeirra, munu taka við viðurkenningum sínum í hófi sem iþróttafréttamenn standa fyrir milli jóla og nýárs. Hér fyrir neðan er tæpt á því helsta sem þessir ágætu fulltrúar íþróttarinnar hafa fært íþróttinni.

Hanna Rut Heimisdóttir sóknarmaður úr Skautafélaginu Birninum hefur verið með skautana á fótunum frá unga aldri. Hanna tekið þátt í alþjóðlegum mótum með liði sínu auk þess að vera fastamaður í landsliði Íslands. Ásamt því að spila hefur Hanna unnið að uppbyggingu íshokkís á Íslandi með þjálfun yngri leikmanna. Hanna fór fyrir liði sínu er það varð Íslandsmeistari á síðasta keppnistímabili og sýndi þar vel að hún er alhliða íþróttamaður jafnt inna vallar sem utan.
 
Emil Alengard einungis 19 ára gamall og leikur hann með Linköping Hockey Club í undir 20 ára Super Elite seríunni í Svíþjóð. Um er að ræða eina sterkastu unglingadeild í heimi. Lið hans er þar í fremstu röð og hann stigahæðstur leikmanna í sínu liði. Emil hefur verið lykil leikmaður í öllum landsliðum Íslands síðastliðin 3 ár. Á síðasta tímabili lék hann bæði með undir 20 ára landsliði Íslands og karlaliðinu og sýndi þar með eftirminnilegum hætti styrk sinn og færni í íþróttinni.

Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju og vonumst til að sjá þau á svellinu í mörg ár til viðbótar.