Helgin framundan.

Það er ein af fjölmörgum stórum helgum framundan í íshokkí. Eldsnemma á morgun laugardag hefst Brynjumótið norðan heiða en þar leika 5; 6. og 7. flokkur barna. Gleðin og ákafinn sem skín úr andlitum barna er næg ástæða til að skella sér í Skautahöllina á Akureyri, þó ekki væri nema í stutta stund. Mótaskránna fyrir Brynjumótið má sjá hér.

Á morgun laugardag er einnig á dagskránni leikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur en hann fer einnig fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 20.00. Eins og staðan er í deildinni í dag eru allir leikir úrslitaleikir, þ.e. leikir þriggja efstu liðanna, og þessi leikur verður sjálfsagt engin undantekning. Skautafélagsmenn frá Akureyri sóttu um leikheimild, áður en félagaskiptaglugginn lokaði, fyrir erlendan leikmann að nafni Jakub Koci frá Tékklandi en á þessari stundu er ekki vitað hvort leikheimildin nær í gegn fyrir leikinn. Góða skemmtun

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH