Enn einn sigur íslendinga á HM kvenna í Rúmeníu.

Leik Íslands og Nýja Sjálands var rétt í þessu að ljúka, honum lauk með sigri íslensku stúlknanna sem gerðu fimm mörk gegn einu marki Ný-Sjálendinga. Staðan eftir 1. lotu var 2 - 0 Íslandi í vil. Mörk Íslands skoruðu Sigrún Agatha Árnadóttir eftir stoðsendingu frá Flosrúnu Jóhannesdóttur og Sólveig Smáradóttir.  Þegar annarri lotu var lokið bættu Íslensku stelpurnar enn í og var staðan 4 - 0 Íslandi í vil og það var Flosrún Vaka Jóhannesdóttir sem gerði bæði mörkin í þessum fjórðung fyrra eftir stoðsendingu frá Birnu Baldursdóttur og það seinna eftir stoðsendingu frá Sigrúnu Sigmundsdóttur. Það var Flosrún Vaka Jóhannesdóttir sem bætti við 5. og síðasta markinu. Flosrún var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leikslok. Mikill fögnuður ríkir nú í herbúðum íslenska liðsins enda sannarlega glæsilegur árangur hjá stelpunum. 

Síðasti leikur liðsins er á laugardaginn gegn Eistum og með sigri í honum nær íslenska liðið gull sætinu og flyst upp í þriðju deild og væri það í fyrsta skipti sem íslenskt landslið kvenna nær að vinna sig upp um deild. Lið Eista er ágætlega skipað en það lék eimitt gegn liði Ný-Sjálendinga í gær og beið þar lægri hlut með fjórum mörkum gegn einu.

Mörk/stoðsendingar Íslands:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 3/1
Sigrún Agatha Árnadóttir 1/0
Sólveig Smáradóttir 1/0
Birna Baldurdóttir 0/1
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1

MÓ/HH