Fréttir

Ný stjórn ÍHÍ kosin á íshokkíþingi

Íshokkíþing 2023 var haldið síðastliðinn laugardal, 13. maí, í Pakkhúsinu á Akureyri. Alls voru mættir 19 þingfulltrúar frá aðildarfélögum ÍHÍ ásamt gestum innan hreyfingarinnar og víðar. Dagskrá þingsins var samkvæmt lögum ÍHÍ og því nokkuð hefðbundin. Góðar umræður voru um laga- og reglugerðarbreytingar og önnur störf ÍHÍ síðustu árin.

Landsleikur - Landslið kvenna vs University of Guelph Gryphons

Íslandsmóti U16 lauk núna um helgina

Um nýliðna helgi voru fjórir síðustu leikirnir í Íslandsmóti U16 spilaðir. Fóru þeir fram í Reykjvík, annars vegar í Egilshöll og Skautahöllinni í Laugardal hins vegar. Fyrir helgina voru SA Jötnar og SA Víkingar efstir að stigum með 24 og 21 stig.

Landslið karla í íshokkí 2023

Í dag heldur karlalandslið Íslands til keppni á HM Div2A sem haldið er í Madríd á Spáni dagana 16 - 22. apríl. Auk Íslands eru landslið Ástralíu, Króatíu, Spáni, Israel og Georgíu mætt á svæðið til keppni.

Íshokkíþing 2023

Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari 2023

Síðastliðið fimmtudagskvöld var oddaleikur í Úrslitakeppni Hertz-deild karla þar sem Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur leiddu saman hesta sína. Var þetta í fyrsta skipti í 10 ár þar sem úslitakeppnin fer í oddaleik en síðasta voru það lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins (nú Fjölnis) sem áttust við þá.

Oddaleikur á Akureyri í kvöld í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla

Í kvöld munu ríkjandi Íslandsmeistarar hjá Skautafélagi Akureyrar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í oddaleik í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla. Langt er um liðið síðan úrslitakeppnin fór í oddaleik í Hertz-deild karla eða um 10 ár.

Landslið kvenna í íshokkí 2023

Viðtöl við fólk úr íshokkíhreyfingunni

Undanfarnar vikur hafa verið birt viðtöl við fólk úr ýmsum áttum úr íslensku íshokkíhreyfingunni á vefnum ishokki.is. Sunna Björgvinsdóttir, Hákon Marteinn Magnússon og Sarah Smiley ræddu við Atla Stein Guðmundsson, blaðamann, um lífið og tilveruna í íshokkí bæði á Íslandi og erlendis.

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla er hafin!

Í kvöld var fyrsti leikur í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla og var hann leikinn norður á Akureyri fyrir fullu húsi og stemmningin þar hreint út sagt frábær. Vinna þarf 3 leikir til að hampa íslandsmeistaratitlinum og hafa SA Víkingar unnið þann titil síðustu 4 ár. Liðsmenn Skautafélags Reykavíkur mættu hinsvegar einbeittir til leiks í kvöld og uppskráru sigur 3 - 7. Næsti leikur er í Skautahöllinni í Laugardal næstkomandi fimmtudag, 23.mars, kl.19:45.