Meira um spark og ekki spark

Nokkrar umræður hafa orðið eftir síðasta póst hér og ljóst er að ekki eru allir sammála þeirri túlkun sem að ég setti hér fram fyrir helgi.  Enda ekki von því að hér eru tvær greinar í reglunum sem að stangast á.

Fyrst kíkjum við á 470 þar segir:

Situation 1
An attacking player turns his skate to direct the puck into the net.
Ruling: The goal is awarded provided there was no definite kicking action.
Situation 2
The puck contacts the moving skate of an attacking player and goes into the net.
Ruling: The goal is awarded provided there was no distinct kicking action.
Situation 3
An attacking player directs the puck into the net with his skate.
Ruling: The goal is awarded provided there was no definite kicking action.

Síðan er það regla 471 þar sem að segir

Mark telst ógilt ef:
Sóknarleikmaður af ásettu ráði sparkar, hendir eða slær með höndum eða á annan hátt stýrir pekkinum með öðru en kylfunni í mark, jafnvel þó að pökkurinn speglist síðan af öðrum leikmanni, markmanni eða dómara.

Ljóst er af þessu að góð rök eru fyrir báðum sjónarmiðum og því hefur undirritaður brugðið á það ráð að óska eftir túlkun á þessu frá IIHF.  Um leið og hún berst verður hún birt hér.