HM Kvenna verður á Akureyri 27. feb til 5. mars 2017

HM Akureyri 2017
HM Akureyri 2017

Heimsmeistaramót kvenna í annarri deild sem áætlað var að halda í Reykjavik, 27. febrúar til 5. mars 2017 verður haldið á Akureyri.  Staðfesting frá skrifstofu alþjóðasambandsins, IIHF, barst skrifstofu okkar í morgun. Þannig að nú má fara að undirbúa mótið, gera allt klárt og hafa gaman að.

Þær þjóðir sem munu senda lið sitt til Íslands, eru Tyrkland, Nýja Sjáland, Rúmenía, Spánn og Mexico.  Íslensku stelpurnar er mjög spenntar yfir þessar ákvörðun og  ætla sér gull á þessu móti.  Þær stefna fast og örugglega á að komast í næstu deild fyrir ofan.  Þess má geta að Skautafélag Akureyrar verður 80 ára í janúar næskomandi og má því segja að þetta mót komi á hárréttum tíma.  Áfram Ísland.