Fréttir af karlalandsliðinu á heimsmeistaramótinu

Fyrsti leikur karlalandsliðsins á HM á Spáni gegn Belgíu varð mjög spennandi. Bjössi  jafnaði 4:4 þegar 23 sekúndur voru eftir og tryggði Íslandi stig. Ekkert var skorað í framlengingunni þar sem okkar menn voru hættulegri. Snorri varði tvö víti í vítakeppninni en Belgar skoruðu úr einu. Bjössa, Robbie og Emil tókst ekki að skora úr vítunum og Belgar unnu 5:4. Fá þeir þá tvö stig en við eitt.

Robbie skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og fellur vel inn í liðið. Andri Helga skoraði einnig í leiknum og var það fyrsta mark Íslands í mótinu að þessu sinni.

Var Robbie valinn maður leiksins í íslenska liðinu.

Umfjöllun um leikinn: http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/04/09/tap_fyrir_belgiu_eftir_vitakeppni/

Viðtal við Ingvar:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/04/09/fyrirlidinn_segir_stigid_skipta_mali/

Viðtal við Andra Helga:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/04/09/andri_skoradi_fyrsta_markid/

 

Fyrsti sigurinn á HM þetta árið kom gegn Kínu. Úrslitin urðu 7:4. Ísland var alltaf yfir í leiknum frá því snemma leiks og komst 3:1 og 5:2. Kínverjar héngu í okkar mönnum og minnkuðu muninn í 5:4 fyrir síðasta leikhlutann. Þá lönduðu okkar menn hins vegar sigrinum nokkuð örugglega.

Jói Leifs og Bjössi skoruðu tvö mörk hvor í leiknum. Úlli skoraði einnig og þeir Emil og Robin gerðu einnig fyrstu mörk sín í mótinu.

Emil var valinn maður leiksins hjá Íslandi.

Ísland er þá með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og er aðeins stigi á eftir efstu liðunum sem eru Belgía og Holland. Spánn er einnig með fjögur stig en Serbía og Kína með ekkert. Enginn stórsigur hefur ennþá sést í riðlinum og því útlit fyrir spennandi keppni út vikuna.

Okkar menn eiga næst í höggi við Hollendinga á morgun en í dag er frídagur.

Umfjöllun um leikinn gegn Kína:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/04/10/sigur_a_kina_i_markaleik/

Viðtal við Jóa:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/04/10/hradur_og_finn_leikur/

Viðtal við Úlla:

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/04/10/ulfar_segist_alltaf_skora/