SA - SR umfjöllun

Í gær léku lið Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Það má segja að spá mín frá því á föstudaginn hafi fyllilega ræst þvi leikurinn var í járnum allt fram á síðustu stundu en endaði með sigri sunnanmanna úr SR sem gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum SA-manna.
SR-ingar höfðu engu að síður frumkvæðið allan leikinn og byrjuðu á að skorar tvö fyrstu mörk leiksins og var þar að verki Arnþór Bjarnason í bæði skiptin. SA-menn komu sér inn í leikinn með marki frá Birni Má Jakobssyni og staðan því orðin 1 - 2. SR-ingar bættu þá aftur í með mörkum frá Óskari Grönhólm og Andra Þór Guðlaugssyni og virtust á góðri leið með að innbyrða sigur. Tvö mörk frá SA-mönnum, þ.e. þeim Jóni Gíslasyni og Stefáni Hrafnsyni hleyptu hinsvegar spennu í leikinn aftur enda staðan orðin 3 - 4 og allt gat gerst.
Undir lok leiksins brugðu SA-menn á það ráð að taka markmann sinn útaf og freista þess að jafna með því að fjölga í sókninni. Sú áætlun rann hinsvegar út í sandinn þegar SR-ingar náðu pökknum og Egill Þormóðsson innsilgaði sigur SR-inga í æsispennandi leik.

Lotur fóru 0 - 1, 2 - 3, 1 - 1.

Skot á mark 11 - 10, 13 - 9, 11 - 7. Mörk/stoðsendingar SA:

Stefán Hranfsson 1/2
Björn Jakobsson 1/1
Jón B. Gíslason 1/1

Brottrekstrar: SA: 20 mín

Mörk/stoðsendingar SR:

Arnþór Bjarnason 2/0
Egill Þormóðsson 1/1
Óskar Grönhólm 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Daniel Kolar 0/2
Ævar Björnsson 0/1

Brottrekstrar SR: 16 mín.

HH