Karlalandsliðið komið til Danmerkur !

Karlalandsliðið var í þessu að ljúka við sína fyrstu æfingu þar sem allt landsliðið var saman í heild sinni. Æfingin gekk stórkostlega vel fyrir sig og er góður hugur í mannskapnum og eru að undirbúa sig undir leikinn við Gentöfte sem er á morgun kl.17 að staðartíma. Gentöfte er eitt toppliðana í dönsku fyrstudeildinni og verður þessi leikur nokkuð prófraun fyrir íslenska landsliðið. Meira um leikin að honum loknum.  Núna eru leikmenn farnir að hvíla sig og safna kröftum fyrir morgundaginn.... það er nefnilega ræs kl.07:45 í fyrramálið.... samkæmt Stanislav og Gústa aðstoðarþjálfara.