Jólahokkíhelgi

Frá síðasta leik liðanna
Frá síðasta leik liðanna

Að þessu sinni er jólahokkíhelgi í gangi því í dag, laugardag, fara fram tveir leikir á Akureyri á íslandsmóti.

Fyrri leikurinn er leikur Ásynja og Skautafélags Reykjavíkur og hefst hann klukkan 16.30. Þar verður við ramman reip að draga fyrir sunnankonur úr Skautafélagi Reykjavíkur því Ásynjur hafa einungis tapað einu stigi á tímabilinu en það var gegn Birninum. Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks en þó vantar í lið Ásynja Lindu Brá Sveinsdóttir, nýkjörna íshokkíkonu ársins, sem er erlendis. Ásynjur eru stigi á undan Birninum um þessar mundir en eiga þó leik til góða og geta með sigri aukið muninn í fjögur stig.

Strax að leik Ásynja og SR loknum mætast SA og SR í 2. flokki karla.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH