HM í Belgrad - Pistill 4

Íslenska liðið 2014
Íslenska liðið 2014

HM í Belgrad - Pistill 4

Í gær laugardainn 12 april kl. 16:30 mættu strákanir okkar liði Ástralíu. Góður leiktími. Aftur, morgunmatur kl. 08:00, æfing kl. 9:45, þar sem farið var yfir áherslur í vörn og sóknarleik með tilliti til leikaðferð ástrala. Þjálfarateymið, þeir Tim og Gulli, höfðu legið yfir DVD kvöldið áður af leik ástralana frá því fyrr í mótinu og það átti án nokkurs vafa eftir að hjálpa okkur í leiknum. Hádegismatur kl.12:30 og svo beint upp í íshokkíhöllina aftur þar sem leikurinn gegn Ásrölum átti að fara fram.

Leikurinn við Ástralíu gekk mjög vel framan af, 1 – 0 fyrir Ísland í fyrstu lotu og þó svo að ástralanir hafi gert tvö mörk í annari lotu og komist í 1 – 2 vorum við langt frá því að vera búnir að missa einhver tök á leiknum.  Við sýndum það svo sannarlega í lok þriðju lotu þegar Jóhann Leifsson, okkar ungi og snjalli leikmaður jafnaði leikinn í 2 – 2. Jóhann var svo aftur á ferðinni í bráðabananum þegar hann skoraði gullmarkið  og Ísland vann leikinn 3 – 2.  Og aftur braust út gríðarlegur fögnuður okkar manna. Úrslit dagsins gera það að verkum að við erum í 2. sæti heimsmeistaramótsins núna og ef við vinnu næstu tvo leiki eigum við silfurverðlaun vís á mótinu. Það væri, eins og ég hef áður nefnt, besti árangur íslensk karlalandsliðs í íshokkí frá upphafi. En ég minni á að við þurfum að halda okkur á jörðinni og stefna núna einungis á það að vinna einn leik í einu.  Bæði liðin sem við eigum eftir að leika við berjast um að halda sér frá falli úr deildinni okkar og munu því ekkert gefa eftir til að reyna að ná stigi af okkur.

Í dag er seinni hvíldardagur af tveimur.  Tim leyfði strákunum að sofa lengur út, því það er ekki æfing fyrr en seinnipart dags og um leið myndataka af landsliðshópum. Um kvöldið fer svo allur hópurinn saman út að borða.

Á mánudag er svo leikur við Serbíu, en það hefur verið vel mætt á leiki heimamanna, um 3.000 manns hafa séð fyrstu leiki þeirra í hvort skiptið. Okkar menn eru staðráðnir í að gera sitt besta og ef við náum við spila okkar leik, halda okkur frá refsiboxinu og spila leikin eigum við að vinna þá.  Leikurinn hefst kl. 20:00 að staðartíma eða klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Ítarlega er gert grein fyrir gangi leiksins á www.mbl.is og góð viðtöl tekin við strákanna okkar og bendi ég lika á statik IIHF um leikinna og beinar útsendingar þeirra á http://www.iihf.com/competition/383/live-stream

Með góðri kveðju frá Belgrad

Jón Þór Eyþórsson