Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur tryggði sér sinn fyrsta sigur í karlaflokki á þessu tímabili þegar liðið bara sigurorð af Birninum með fjórum mörkum gegn engu en leikurinn fór fram í Egilshöll.
Ágætis hraði var í leiknum og liðin tókust hart á en það fór þó svo að hvorugu liðinu tókst að skora í fyrstu lotunni en rétt fyrir miðja aðra lotuna nýttu SR-ingar sér að vera manni fleiri á ísnum með vel útfærðu marki. Á síðustu  mínútu lotunnar bættu SR-ingar við sínu öðru marki þegar Arnþór Bjarnason skoraði í sömu mund og Bjarnarmaður kom inn á ísinn eftir veru í refsiboxinu. Það var síðan Jón Andri Óskarsson sem kom SR-ingum í þægilega þriggja marka forystu þremur mínútum fyrir leikslok. Bjarnarmenn tóku þá á það ráð að taka markmann sinn af ísnum og bæta í sóknina. Það bar ekki tilætlaðan árangur og þess í stað skoraði Robbie Sigurðsson í autt markið úr sínu eigin varnarsvæði.

Með sigrinum komu SR-ingar sér í fjögur stig og eru jafnframt fjórum stigum á eftir Birninum sem er í þriðja sæti nú þegar fjórðungur ere búinn af deildarkeppninni. 

Refsingar Björninn: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/2
Kári Guðlaugsson 1/0
Arnþór Bjarnason 1/0
Jón Andri Óskarsson 1/0
Ingólfur T. Elíasson 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1

Refsingar SR: 6 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH