Dómari á ferðinni.


Það færist sífellt meira í vöxt að íslenskir dómarar fái verkefni á erlendri grund. Í morgun hélt Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir til Spánar, nánar tiltekið Barcelona. Þar mun Steinunn verða á línuninn þegar undankeppni G-riðils fyrir Ólympíuleikana verður spiluð. Þjóðirnar sem mætast eru: Danmörk, Króatía, Ungverjaland og Spánn.

Verkefni Steinunnar er fyrsta verkefnið af fimm sem íslenskir dómarar fengu úthlutað á vegum IIHF þetta keppnistímabilið. Við munum síðar greina frá öðrum verkefnum en óskum Steinunni alls hins besta. 

HH