Dagbók fararstjóra – 6

Laugardagur 6.apríl

Ísland-Spánn 1-4

Kristín Ingadóttir var aftur á ferðinni og skoraði eina mark Íslands eftir stoðsendingu frá Steinunni Sigurgeirsdóttur. Annar nýliði í landsliðinu markvörðurinn Íris Hafberg stóð í markinu fyrstu tvo leikhlutana í sínum fyrsta landsleik. Hrund Thorlacius var valin maður leiksins Íslenska liðsins.

Það var allt eða ekkert fyrir Íslenska liðið á HM IIb í Puigcerda í kvöld þar sem stefnan var á verðlaunasæti. Stórir og stæðilegir leikmenn spænska liðsins voru andstæðingur kvöldsins.  Þjálfarnir Lars og Hulda breyttu aðeins til í samsetningu línanna, sem þau voru svo sem búin að gera að einhverju leyti allt mótið. Stærsta breytingin á liðsskipaninni var að nýliðinn Íris Hafberg fékk sitt fyrsta tækifæri í markinu. Hún stóð sig afar vel, varði 22 skot fyrstu tvo leikhlutana og fékk einungis á sig eitt mark áður en Guðlaug leysti hana af.  Liðið sýndi sinn besta leik hingað til á mótinu en andstæðingurinn var heppinn að dómarar leiksins voru okkur ekki hliðhollir, voru eiginlega bara ósanngjarnir á köflum með dómana sína.  Spænska liðið komst upp með ýmis brot allt þar til á 55 mínútu er þær misstu fyrst mann út af og fyrsta tækifæri íslenska liðsins til að skora skapaðist. Það nýtti hin unga og knáa Kristín Ingadóttir sér og skoraði eina mark Íslands, eftir stoðsendingu frá Steinunni Sigurgeirsdóttur.

„Við reyndum okkar besta í kvöld“, sagði Hrund Thorlacius eftir leikinn, „en það dugði því miður ekki til. En það er einn leikur eftir og við tökum Belgana á morgun. Mótið er allavega búið að vera mjög skemmtilegt, liðið er mjög samheldið og skemmtilegt líka, ég gæti ekki beðið um betri liðsfélaga, sagði Hrund brosandi þrátt fyrir tapið.“

HM2013_Hrund

Hrund Thorlacius besti leikmaður íslensla liðsins í leiknum gegn Spáni

HM2013_spanarleikur

HM2013_bekkurinn_gegn_Spani