Kvennaliðið hélt sæti sínu í 2. deild A, mjög mikilvægt skref

Landslið kvenna átti fyrir höndum erfitt verkefni að tryggja sig í sessi í annarri deild A. Fyrirfram var vitað að á brattan yrði að sækja. Liðið tapaði 4 leikjum en vann einn, það dugði þeim til þess að trygga sæti sitt í þessum styrkleikaflokki. Liðið var nálægt því að gera enn betur og tapaði tveimur leikjum naumlega. Þetta var ánægjulegt skref og mikilvægt fyrir liðið og þann mikla uppgang sem hefur verið í kvennahokkí síðustu árin. Verkefni næstu ára verður síðan að byggja áfram á þessum grunni og styrkja liðið enn frekar þannig að innan fárra ára verði það farið að spila um verðlaunasæti í þessari deild. 

Það er frábær árangur hjá liðinu að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt í þessari sterku deild að ári og safna upp dýrmætri reynslu frá þessu móti. Kasakstan sigraði mótið í ár og fer upp um deild en í staðinn kemur Pólland niður. Alþýðulýðveldið-Kórea (DPRK) sigraði deildina fyrir neðan og kemur upp í staðinn fyrir Belgíu sem féll niður að þessu sinni.