Breki heitur

Jónas Breki var að gera það gott í sýnum fyrsta leik með Gladsaxe Bears í Dönsku 1. deildinni en hann er nú að leika með liðinu til prufu eða eins og Danska pressan segir: Gladsaxe har fået den 22-årige islænding Jonas Berki Magnussen på besøg til prøvetræning.
Breki setti 2 mörk og átti 1 stoðsendingu í 13 - 0 sigri Gladsaxe gegn Vojens. Reyndar var okkar maður síðan sendur í sturtu áður en leik lauk, en okkur er ekki kunnugt um hversvegna. Gladsaxe er nú í 2. sæti í dönsku 1. deildinni næst á eftir IC Gentofte. Þeir sem vilja fylgjast með Breka geta farið á www.bears.dk en það er aðdáendaklúbbur Gladsaxe Bears. Leikurinn spilaðist svona:

Gladsaxe - Vojens 13-0 (1-0, 6-0, 6-0)
1-0 Jonas Berki Magnusson (Biltoft)
2-0 Thomas Wahlgren (Afandi, Michelavich)
3-0 Jonas Berki Magnusson
4-0 Anders Cleveland (J. Nielsen)
5-0 Troels Biltoft (Michelavich)
6-0 Lars Bundgaard (Magnusson, Kostichkin)
7-0 Lars Bundgaard
8-0 Lars Bundgaard (Kostichkin)
9-0 Jesper Thode Eriksen (Bundgaard)
10-0 Anders Cleveland (D. Jensen)
11-0 Jakob Hansen (Cleveland)
12-0 Thomas Wahlgren (Bundgaard)
13-0 Thomas Wahlgren
Game misc: Jonas Berki Magnusson, Gladsaxe.
Udv: GI: 2x2 og 1x5 (Magnusson), VIK 3x2 og 1x10 (S. Christensen)

Til hamingju Breki með góða byrjun í dönsku íshokkí.