Æfingar hafnar í Egilshöll

Hin nýja, stórglæsilega skautahöll í Egilshöllinni í Grafarvogi var tekin í notkun til æfinga Skautafélagsins Bjarnarins sl. laugardag. Höllin verður síðan tekin til almennrar notkunar fjlótlega. Þar er heimavöllur og öll félagsaðstaða Bjarnarins.

Listskautastúlkur voru fyrstar til að hefja æfingar í höllinn kl. 09:00 á laugardagsmorgun. Æfingar hjá báðum deildum félagsins, listskauta- og íshokkídeild fylgdu svo í kjölfarið.

Klukkan 19:00 var síðan fyrsti vináttuleikurinn í íshokkí í Egilshöll. Þá léku nýtt hokkífélag, JAKARNIR frá VESTMANNAEYJUM, æfingaleik við 2. og 3. flokk Bjarnarins. Jakarnir voru stofnaðir í febrúar síðastliðinn og æfa nú reglulega línuskautahokkí í íþróttahúsum í Eyjum. Leikurinn fór 10-4 fyrir Björninn. ÍHÍ óskar Bjarnarfólki öllu innilega til hamingju með nýju aðstöðuna.

Myndin er tekin af báðum liðum að leik loknum.

(heimild fréttavefur ÍSÍ)