Heimsmeistaramót U18 í íshokkí er hafið

Landslið Íslands U18 er mætt til Zagreb í Króatíu og tekur þar þátt í heimsmeistaramóti í íshokkí.

Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Króatía, Kína, Serbía, Holland og Spánn.  Riðillinn er mjög sterkur og fróðlegt verður að sjá hvernig leikir fara.  Ísland tapaði fyrir Spán í fyrsta leik og einnig gegn Kína í öðrum leik.

Í dag, þriðjudaginn 27. mars fer fram leikur Íslands og Króatíu.  Á morgun miðvikudag 28. mars er leikur Íslands og Serbíu og svo á lokadag mótsins 30. mars tekur Holland á móti Íslandi.

Allir leikir, streymi og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins, ýta hér.