Skautaskólar.

Nú fer tími skautaskólanna að renna upp en algengast er að þeir byrji rétt eftir verslunarmannahelgi.

Hjá SR-ingum er einvala lið með nýjan þjálfara þeirra, Richard Tahtinen, í fararbroddi sem halda úti skóla en í stað þess að tíunda hann hérna þá setjum við tengil á auglýsinguna af heimasíðu þeirra SR-inga. Sjón er sögu ríkari.

Hjá Birninum verður skóli einsog undanfarin ár. Þar hefur Sergei Zak yfirumsjón með málunum. Á heimasíðu Bjarnarins má finna allar upplýsingar um skólann en hér er tengill inná þá síðu.

Hjá norðanmönnum hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort skautaskóli verði í ágúst en ef til þess kemur þá birtum við að sjálfsögðu frétt um það hér.

HH