UMSK Esja - Björninn umfjöllun

Frá leik liðanna
Frá leik liðanna

UMFK Esja og Björninn mættust síðastliðið laugardagskvöld í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Bjarnarsins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum UMFK Esju. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu en í hinum tveimur leikjunum hafði Esja farið með nokkuð öruggan sigur af hólmi.

Bjarnarmenn komu Esju nokkuð í opna skjöldu í byrjun því þeir hófu leikinn af miklum krafti og um miðjan leik höfðu þeir náð 0 – 2 forystu með mörkum frá Fali Birki Guðnasyni og Brynjari Bergmann. Esjumenn komu sér hinsvegar inn í leikinn með marki frá Pétri Maack skömmu fyrir lok annarrar lotu.
Þriðja lotan var síðan hin besta skemmtun. Skömmu eftir miðja lotu náðu Bjarnarmenn aftur tveggja marka forystu með marki frá Lars Foder. Esjumenn jöfnuðu hinsvegar leikinn á um þriggja mínútna kafla skömmu síðar með mörkum frá Agli Þormóðssyni og Micael Ward. Það var hinsvegar Brynjar Bergmann sem tryggði Birninum stigin þrjú innan við þrjátíu sekúndum eftir að Esja hafði jafnað og þar við sat.
Bæði lið áttu einnig góð marktækifæri í leiknum, Bjarnarmenn misnotuðu víti og tvisvar sinnum áttu Esjumenn hörkuskot sem endaði í markstöng.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:

Pétur Maack 1/0
Micael Ward 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Sturla Snær Snorrason 0/1

Refsingar UMFK Esju: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Bergmann 2/0
Falur Birkir Guðnason 1/1
Lars Foder 1/0
Kópur Guðjónsson 0/1
Nicolas Antonoff 0/1

Refsingar Bjarnarins: 10 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH