UMFK ESJA DEILDARMEISTARI 2017

Deildarmeistarar 2017
Deildarmeistarar 2017

Um liðna helgi varð UMFK Esja deildarmeistari 2017 og tryggði sé þar með heimaleikjaréttinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.  ESJA sem er á sínu þriðja ári í Íslandsmótinu í íshokki, Hertz-deildinni, er hér með að vinna sinn fyrsta bikar eftir sigur á Birninum í Egilshöll þann 4. febrúar síðastliðinn, sem lauk 5-3.

Egill Þormóðsson og Pétur Maack skoruðu tvö mörk hvor fyrir Esju og Andri Guðlaugsson eitt, Bjarnarmenn svöruðu þessari stórsókn með tveimur mörkum Fals Guðnasonar og einu frá Sigursteini Atla Sighvatssyni.

Þjálfarar UMFK Esju eru Gauti Þormóðsson og Gunnlaugur Thoroddssen.

Íshokkísamband Íslands óskar UMFK Esju innilega til hamingju með Deildarmeistaratitilinn.