Landsliðsundirbúningur

Frá HM kvenna 2014
Frá HM kvenna 2014

Gert er ráð fyrir að að haldin verði landsliðsundirbúningur dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Nýráðinn yfirlandsliðsþjálfari ÍHÍ, Tim Brithén mun hafa yfirumsjón með helginni sem ætluð er fyrir alla þá sem eiga möguleika á að taka þátt í landsliðsstarfi sambandsins.

Ekki verður farið á ís heldur verður líkamlegt atgervi leikmanna athugað ásamt því að þjálfarinn ræðir við leikmenn..

Laugardaginn 23. ágúst verður Tim Brithén á Akureyri og daginn eftir verða prófin haldin í Reykjavík. Leikmenn eiga því ekki að þurfa að ferðast þeirra vegna.

Prófin eru fyrir leikmenn úr öllum fjórum landsliðum sem eru á vegum ÍHÍ, þ.e. Kvenna- og karlalandslið ásamt U20 og U18 ára landsliði.

Nánari dagskrá kemur síðar.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH