Landslið U20 - 2017 IIHF ICE HOCKEY WORLD CHAMPIONSHIP

U20
U20

Nú líður hratt að ferð U20 landslið okkar í íshokkí. Leikmenn algjörlega tilbúnir, æfingagallarnir nýkomnir úr framleiðslu, keppnistreyjurnar klárar, skautarnir nýskerpnir, hjálmarnir yfirfarnir og spenningurinn fyrir langt ferðalag í hámarki.

Ferðalagið hefst miðvikudaginn 11. janúar með hóp frá Íslandi.  Daginn eftir kemur hópur frá Svíþjóð og hittast þessir tveir hópar í London.  12. janúar heldur svo ferðalagið áfram með flugi Qantas til Melbourne í Ástralíu.  Það flug tekur 22klst og 30mínútur !!  Stoppað verður í Dubai til að taka eldsneyti.  Frá Melbourne er svo tekið nýtt flug til Christchurch Nýja Sjálandi og tekur það flug 5klst og 20 mínútur.  Í Christchurch mun rúta bíða eftir hópnum og ekið verður svo til Dunedin næstu 5 klukkustundirnar eða svo.

Þennan dag, eða 14. janúar er svo æfingaleikur um kvöldið kl 20:30 við lið Nýja Sjálands.  15. janúar er svo klukkustundaræfing, að öðru leiti munu drengirnir hvíla vel og borða hollan mat þann dag. Keppnin sjálf hefst svo 16. janúar og lýkur 22. janúar. Fyrsti leikur Íslands er við Ísrael, kl 13:30 að staðartíma.

Ferðalagið heim, er með svipuðu sniði.  23. janúar er tekin rúta til Christchurch, þaðan flogið með Qantas til Melbourne og svo áframhaldandi flug til London. Þar skiptast hóparnir í tvennt, annar heldur til Keflavikur og hinn til Arlanda.

Landsliðsþjálfarar eru Magnus Blarand og Emil Alengaard.

Árni Geir Jónsson er liðstjóri og Eggert Steinsen er tækjastjóri.

Hér er linkur á keppnina: ýta hér.

Það verður streymt frá leikjunum og mun upplýsingar um það birtast síðar.

Að öðru leiti mun Árni Geir lýsa aðstæðum og keppnum á facebook síðu okkar, ýta hér, og svo má gera ráð fyrir að snillingarnir á mbl.is munu lýsa leikjum og öðru á www.mbl.is/sport/ishokki

KG