Ísing - leikreglubreyting


Á síðasta þingi IIHF var gerð breyting á ísingarreglu og tekin upp svokölluð Hybrid-ísing. Í stuttu máli felur reglan í sér að línudómari skuli meta hverju sinni hvort ísing er dæmd og hafa til hliðsjónar hvar sóknar- og varnarmenn eru staddir í ísnum við það mat. Á tenglinum hér fyrir neðan er skýringarmyndband frá Alþjóða íshokkísambandinu sem leikmenn, þjálfarar og aðrir áhugamenn um íshokkí eru hvattir til að kynna sér. Til að byrja með verður reglan notuð í 3. flokki og uppúr þó á því geti orðið einhverjar undantekningar á meðan á innleiðingu reglunnar stendur.

Myndbandið má finna hér.

HH/SG