Björninn - SA umfjöllun

Skautafélag Akureyrar bar í gærkvöld sigurorð af Birninum með fimm mörkum gegn engu en leikurinn fór fram í Egilshöll. Bæði lið hafa, frá síðasta tímabili, skipt um þjálfara en Brynjar Freyr Þórðarson stýrði liði Bjarnarmanna en finninn Jussi Sipponen hefur tekið við liði SA ásamt því að spila með liðinu. 

Bjarnarmenn voru sprækari fyrstu tíu mínútur leiksins en smátt og smátt tóku SA-menn yfirhöndina og rétt fyrir miðja fyrstu lotu kom Sigurður Reynisson þeim yfir. Fljótlega í annarri lotu bætti fyrrnefndur Jussi svo við marki fyrir SA liðið.  Lokaorðið átti , hvað markaskorun varðaði í lotunni átti hinsvegar Hafþór Andri Sigrúnarson sem kominn er til baka eftir að hafa leikið í Svíþjóð á síðasta tímabili. Tvö mörk bættust einnni við í þriðju og síðustu lotunni, annað þeirra átti Heiðar Örn Kristveigarson en þetta var jafnframt fyrsta mark hans í meistaraflokki 
Einsog áður sagði hafa bæði lið misst nokkuð af mannskap og hætt við að veturinn verði erfiður og þá sérstaklega hjá Bjarnarmönnum. Bæði lið eiga hinsvegar unga og efnilega leikmenn sem án efa munu stíga upp þegar líður á veturinn.

Bekkur beggja liða er nokkuð þunnskipaður einsog staðan er núna og verður fróðlegt að sjá hvort þar verður einhverju bætt við.

Refsingar Björninn: 37 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA:
Jussi Sipponen 1/2
Sigurður Reynisson 1/1
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Heiðar Örn Kristveigarson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsingar SA: 8 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH