Dómarar ÍHÍ

Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) fékk afhent bréf frá dómaranefnd ÍHÍ þar sem farið er yfir þau atvik þar sem á einhvern hátt er veist að dómara eða dómara ógnað í íshokkíleikjum í vetur. Þykir dómurum nóg komið og skorar á stjórn ÍHÍ að beita sér í málinu.

Á stjórnarfundi ÍHÍ var samþykkt samhljóma að stjórnin fordæmir öll þau atvik er leikmenn/starfsfólk veitast að dómurum í leik eða utan hans og stjórnin mun beita sér fyrir því að dómar/úrskurðir vegna síendurtekinna atvika verði hertir og margföldunaráhrif dóma beitt.

Stjórn ÍHÍ mun senda erindi á Aganefnd þess efnis.

Á sama stjórnarfundi var samþykkt að taka upp atvik að nýju sem átti sér stað í vetur og senda það til úrskurðar Aganefndar, þrátt fyrir að aðvörun hafi verið send því félagi sem umrætt atvik átti sér stað í. Með þessum aðgerðum er unnið staðfastlega í því að verja umgjörð dómara og sjá til þess að atvik sem þessi stöðvist og heyri sögunni til.