Ásynjur jöfnuðu metin gegn Ynjum í kvöld

Ljósmynd Elvar Pálsson
Ljósmynd Elvar Pálsson

Í kvöld fór fram 2. leikur í úrslitum í kvennaflokki og að þessu sinnu unnu Ásynjur og jöfnuðu þar með úrslitaeinvígið eftir að Ynjur unnu fyrsta leikinn á laugardaginn síðasta.   Leikurinn var gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og leikurinn allur miklu harðari en fyrsti leikurinn.  Ásynjur mættu ákveðnar til leiks og fóru mikinn í upphafi og skoruðu fyrsta mark leiksins.  Ynjurnar svöruðu hins vegar með þremur mörkum fyrir lok lotunnar og allt virst stefna í sömu átt og í fyrsta leiknum.


Í 2. lotu komu Ásynjur til baka og jöfnuðu leikinn og þegar síðasta lotan hófst var staðan 3 - 3.   Síðustu mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi en sigurmarkið leit dagsins ljós á 57. mínútu og á síðustu mínútu leiksins bættu þær við 5. markinu.  5 - 3 sigur staðreynd og ljóst að nú þarf hreinan úrslitaleik til að skera úr um sigurvegara í einvíginu.  Sá leikur fer fram á fimmtudaginn kl. 19:30 og ljóst að loftið verður rafmagnað sem aldrei fyrr í Skautahöllinni á Akureyri.


Til marks um baráttu og jafnræði liðanna þá má geta þess að bæði lið nýttu sér liðsmun í leiknum, þ.e.a.s. skoruðu "power play" mörk og það sem meira er þá skoruðu bæðið lið þegar þau voru einum leikmanni færri, svo kölluð "short handed" mörk.

Guðrún Viðarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Ásynjur og þær Guðrún Blöndal, Arndís Eggerz og Thelma Guðmundsdóttir eitt mark hver.  Fyrir Ynjur skorði Silvía Björgvinsdóttir öll mörkin og öll í fyrstu lotunni.